Gætu bjargað nashyrningum með hjálp staðgöngumóður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2024 21:00 Enn er nokkuð í að afkvæmið komi í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. AP/Khalil Senosi Vel gæti verið að vísindamönnum takist að bjarga tegund hvítra nashyrninga ef tæknifrjóvgunartilraunir með aðstoð staðgöngumóður takast. Aðeins tvö kvendýr eru eftir í heiminum og því brýnt að koma tegundinni til bjargar. Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan hvítur nashyrningur kom í heiminn og mæðgurnar Najin og Fatu eru þær einu sem enn lifa sinnar tegundar. Síðasta karldýrið drapst árið 2018 en sæði var tekið úr honum í von um að koma stofninum til. Vegna erfðagalla getur hvorug mæðgnanna gengið með afkvæmi en þrjú ár eru síðan egg voru numinn úr þeim til þess að koma fyrir í staðgöngumóður. Enn er nokkuð í að slíkt afkvæmi kemur í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. „En þá kemur að burðinum snemma árs 2026. Eftir það fáum við marga nashyrninga því við höfum nú þegar 30 fósturvísa hreinna hvítra nashyrninga sem bíða uppsetningar,“ segir Thomas Hildebrandt. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokkar, annars vegar þá tegund sem heldur til í Norður-Afríku og hins vegar sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin úr suðrinu er ekki jafn illa sett og hin. Vísindamenn eru nú vongóðir að hægt verði að koma fyrir norðlenskum fósturvísi í nashyrningskú úr suðrinu. Vonir kviknuðu um það nýlega þegar meðganga sunnlenskrar staðgöngumóður með fóstur sömu tegundar fór vel af stað. Bæði móðirin og fóstrið drápust hins vegar vegna bakteríusýkingar eftir 70 daga en þrátt fyrir það eru vísindamenn vongóðir, enda var þetta fyrsta tæknifrjóvgunartilraunin á hvítum nashyrningi. „Við metum kynheilbrigði hvers einstaklings svo við höfum betri hugmynd um hver útkoma inngrips okkar verður. Þetta er mjög flókið verkefni og við erum mjög ánægð með að hafa nú náð þessum áfanga.“ Dýr Vísindi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan hvítur nashyrningur kom í heiminn og mæðgurnar Najin og Fatu eru þær einu sem enn lifa sinnar tegundar. Síðasta karldýrið drapst árið 2018 en sæði var tekið úr honum í von um að koma stofninum til. Vegna erfðagalla getur hvorug mæðgnanna gengið með afkvæmi en þrjú ár eru síðan egg voru numinn úr þeim til þess að koma fyrir í staðgöngumóður. Enn er nokkuð í að slíkt afkvæmi kemur í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. „En þá kemur að burðinum snemma árs 2026. Eftir það fáum við marga nashyrninga því við höfum nú þegar 30 fósturvísa hreinna hvítra nashyrninga sem bíða uppsetningar,“ segir Thomas Hildebrandt. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokkar, annars vegar þá tegund sem heldur til í Norður-Afríku og hins vegar sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin úr suðrinu er ekki jafn illa sett og hin. Vísindamenn eru nú vongóðir að hægt verði að koma fyrir norðlenskum fósturvísi í nashyrningskú úr suðrinu. Vonir kviknuðu um það nýlega þegar meðganga sunnlenskrar staðgöngumóður með fóstur sömu tegundar fór vel af stað. Bæði móðirin og fóstrið drápust hins vegar vegna bakteríusýkingar eftir 70 daga en þrátt fyrir það eru vísindamenn vongóðir, enda var þetta fyrsta tæknifrjóvgunartilraunin á hvítum nashyrningi. „Við metum kynheilbrigði hvers einstaklings svo við höfum betri hugmynd um hver útkoma inngrips okkar verður. Þetta er mjög flókið verkefni og við erum mjög ánægð með að hafa nú náð þessum áfanga.“
Dýr Vísindi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira