Gísli Þorgeir valinn sá fjórði besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka. Vísir/Vilhelm Handboltasérfræðingarnir Stig Aa. Nygård og Rasmus Boysen völdu fimmtíu bestu handboltamenn heims í gær eins og þeir gera árlega og Ísland á tvo leikmenn í þessum nýjasta hópi bestu handboltamanna heims. Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira