Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2024 12:13 Frá fundi breiðfylkingar félaga innan ASÍ með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar með Samtökum atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins frá því árangurslaus fundur fór fram á fimmtudag. Breiðfylkingin fundaði innan sinna raða í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar ekki komnar í strand en boltinn væri hjá Samtökum atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir á að friðarskylda á almennum vinnumarkaði renni út á fimmtudag.Stöð 2/Einar „Ef þeim er alvara þá koma þau með meiri og einbeittari samningsvilja en þau hafa gert hingað til,“ segir Ragnar Þór. Það blasi við hvað gerist ef Samtök atvinnulífsins ásamt ríki og sveitarfélögum sjái ekki að sér þegar núgildandi samningar og þar með friðarskylda renni út á fimmtudag. „En við skulum alla vega vera bjartsýn og vona að fólk sjái tækifærin í því sem við erum að leggja fram og bjóða. Og komi með nýtt, betra og breytt viðhorf inn í viðræðurnar,“ segir formaður VR. Hugmynd Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári ef opinberir aðilar dragi gjaldskrárhækkanir sínar til baka beri að skoða í ljósi mjög mikilla gjaldskrárhækkana. Fasteigagjöld í Reykjavík hafi hækkað um 25 prósent, tryggingafélög um tíu til tólf prósent og Seðlabankinn hafi meira að segja hækkað sínar gjaldskrár um átta prósent. Það væri hins vegar langsótt að semja um engar launahækkanir á þessu ári. „Og er ekki til umræðu hjá okkur í hópnum, alla vega í breiðfylkingunni eins og sakir standa,“ segir Ragnar Þór. Gangur í viðræðum flugumferðarstjóra En fagfélögin innan ASÍ, fulltrúar opinbera markaðarins og flugumferðarstjórar funda þessa dagana hjá ríkissáttasemjara. Enn er ósamið við flugumferðarstjóra sem fóru í aðgerðir dagana 12. og 14. desember síðast liðinn sem röskuðu áætlunum í millilandaflugi og innanlandsflugi. Þeir hættu hins vegar við boðaðar aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavik. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra segir viðræður við SA potatst áfram.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir engar aðgerðir á prjónunum nú. „Staðan núna er bara ágæt. Þetta hefur smá potast í rétta átt í janúar. Þess vegna höfum við ekki verið að boða neinar frekari aðgerðir. Meðan samtalið þokast í rétta átt þá höldum við áfram,“ segir Arnar. Viðræðurnar hljóti á einhverjum tímapunkti að enda meðsamningum. Mikil óánægja hefur hins vegar verið innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra allt frá því samningar losnuðu síðast liðið haust. „Það er órói meðal sumra félagsmanna. Það er bara eins og gengur og gerist. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir Arnar Hjálmarsson. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar með Samtökum atvinnulífsins og breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins frá því árangurslaus fundur fór fram á fimmtudag. Breiðfylkingin fundaði innan sinna raða í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar ekki komnar í strand en boltinn væri hjá Samtökum atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir á að friðarskylda á almennum vinnumarkaði renni út á fimmtudag.Stöð 2/Einar „Ef þeim er alvara þá koma þau með meiri og einbeittari samningsvilja en þau hafa gert hingað til,“ segir Ragnar Þór. Það blasi við hvað gerist ef Samtök atvinnulífsins ásamt ríki og sveitarfélögum sjái ekki að sér þegar núgildandi samningar og þar með friðarskylda renni út á fimmtudag. „En við skulum alla vega vera bjartsýn og vona að fólk sjái tækifærin í því sem við erum að leggja fram og bjóða. Og komi með nýtt, betra og breytt viðhorf inn í viðræðurnar,“ segir formaður VR. Hugmynd Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári ef opinberir aðilar dragi gjaldskrárhækkanir sínar til baka beri að skoða í ljósi mjög mikilla gjaldskrárhækkana. Fasteigagjöld í Reykjavík hafi hækkað um 25 prósent, tryggingafélög um tíu til tólf prósent og Seðlabankinn hafi meira að segja hækkað sínar gjaldskrár um átta prósent. Það væri hins vegar langsótt að semja um engar launahækkanir á þessu ári. „Og er ekki til umræðu hjá okkur í hópnum, alla vega í breiðfylkingunni eins og sakir standa,“ segir Ragnar Þór. Gangur í viðræðum flugumferðarstjóra En fagfélögin innan ASÍ, fulltrúar opinbera markaðarins og flugumferðarstjórar funda þessa dagana hjá ríkissáttasemjara. Enn er ósamið við flugumferðarstjóra sem fóru í aðgerðir dagana 12. og 14. desember síðast liðinn sem röskuðu áætlunum í millilandaflugi og innanlandsflugi. Þeir hættu hins vegar við boðaðar aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavik. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra segir viðræður við SA potatst áfram.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir engar aðgerðir á prjónunum nú. „Staðan núna er bara ágæt. Þetta hefur smá potast í rétta átt í janúar. Þess vegna höfum við ekki verið að boða neinar frekari aðgerðir. Meðan samtalið þokast í rétta átt þá höldum við áfram,“ segir Arnar. Viðræðurnar hljóti á einhverjum tímapunkti að enda meðsamningum. Mikil óánægja hefur hins vegar verið innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra allt frá því samningar losnuðu síðast liðið haust. „Það er órói meðal sumra félagsmanna. Það er bara eins og gengur og gerist. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir Arnar Hjálmarsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
„Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35