Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:21 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira