Grænhöfðaeyjar og Fílabeinsströndin í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:15 Garry Mendes Rodrigues og Gilson Benchimol Tavares fagna. Ulrik Pedersen/Getty Images Grænhöfðaeyjar og Fílabeinsströndin eru komin í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Senegal og Fílabeinsströndin mættust í einum af stórleikjum 16-liða úrslita keppninnar. Eftir að Habib Diallo kom Senegal yfir eftir undirbúning Sadio Mané lögðust ríkjandi meistarar niður og vörðu forskotið. Sóknarleikur Fílabeinstrandarinnar var hvorki fugl né fiskur og tókst þeim í raun ekki að ógna forystu Senegal fyrr en vítaspyrna var dæmd seint í leiknum. Édouard Mendy, markvörður Senegal, brotlegur og hlaut hann gula spjaldið að launum. Franck Kessié, núverandi leikmaður Al Ahli í Sádi-Arabíu og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við AC Milan og Barcelona, fór á vítapunktinn og jafnaði metin í 1-1. Það var staðan þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Þar var Moussa Niakhaté, leikmaður Senegal sá eini sem brenndi af og því gat Kessié tryggt Fílabeinsströndinni sæti í 8-liða úrslitum þegar hann tók fimmtu spyrnu sinna manna. Honum brást ekki bogalistin og Fílabeinsströndin er komináfram þar sem leikur gegn Malí eða Búrkína Fasó bíður þeirra. ! The hosts march on to the next #TotalEnergiesAFCON2023 round! pic.twitter.com/mzN9EmnCfD— CAF (@CAF_Online) January 29, 2024 Grænhöfða-ævintýrið heldur áfram Ótrúlegt gengi Grænhöfðaeyja heldur áfram en það hjálpaði vissulega að mæta Máritaníu í 16-liða úrslitum. Today I feel Mauritani Márar dottnir út. Grænhöfðaeyjar seigir. Galin saga - ætti ekki að vera fótbolti þarna. Landið 90% Sahara eyðimörkinÞá hófst Yahya Ould Ahmed x Blatter x Infantino collab sem Márar tala um næstu aldir11 mills$. Nýr völlur. State of the art academy pic.twitter.com/NqzMSb4SOY— Jói Ástvalds (@JoiPall) January 29, 2024 Leikurinn var nokkuð fjörugur en eina mark leiksins kom ekki fyrr en aðeins tvær mínútur lifðu leiks. Þá fengu Grænhöfðaeyjar vítaspyrnu. Ryan Isaac Mendes da Graça fór á vítapunktinn og tryggði Grænhöfðaeyjum 1-0 sigur og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Marokkó eða Suður-Afríka verður mótherjnn. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Senegal og Fílabeinsströndin mættust í einum af stórleikjum 16-liða úrslita keppninnar. Eftir að Habib Diallo kom Senegal yfir eftir undirbúning Sadio Mané lögðust ríkjandi meistarar niður og vörðu forskotið. Sóknarleikur Fílabeinstrandarinnar var hvorki fugl né fiskur og tókst þeim í raun ekki að ógna forystu Senegal fyrr en vítaspyrna var dæmd seint í leiknum. Édouard Mendy, markvörður Senegal, brotlegur og hlaut hann gula spjaldið að launum. Franck Kessié, núverandi leikmaður Al Ahli í Sádi-Arabíu og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við AC Milan og Barcelona, fór á vítapunktinn og jafnaði metin í 1-1. Það var staðan þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Þar var Moussa Niakhaté, leikmaður Senegal sá eini sem brenndi af og því gat Kessié tryggt Fílabeinsströndinni sæti í 8-liða úrslitum þegar hann tók fimmtu spyrnu sinna manna. Honum brást ekki bogalistin og Fílabeinsströndin er komináfram þar sem leikur gegn Malí eða Búrkína Fasó bíður þeirra. ! The hosts march on to the next #TotalEnergiesAFCON2023 round! pic.twitter.com/mzN9EmnCfD— CAF (@CAF_Online) January 29, 2024 Grænhöfða-ævintýrið heldur áfram Ótrúlegt gengi Grænhöfðaeyja heldur áfram en það hjálpaði vissulega að mæta Máritaníu í 16-liða úrslitum. Today I feel Mauritani Márar dottnir út. Grænhöfðaeyjar seigir. Galin saga - ætti ekki að vera fótbolti þarna. Landið 90% Sahara eyðimörkinÞá hófst Yahya Ould Ahmed x Blatter x Infantino collab sem Márar tala um næstu aldir11 mills$. Nýr völlur. State of the art academy pic.twitter.com/NqzMSb4SOY— Jói Ástvalds (@JoiPall) January 29, 2024 Leikurinn var nokkuð fjörugur en eina mark leiksins kom ekki fyrr en aðeins tvær mínútur lifðu leiks. Þá fengu Grænhöfðaeyjar vítaspyrnu. Ryan Isaac Mendes da Graça fór á vítapunktinn og tryggði Grænhöfðaeyjum 1-0 sigur og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Marokkó eða Suður-Afríka verður mótherjnn.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira