Tveir sigrar í röð hjá De Rossi og Roma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 22:14 Daniele De Rossi og Gianluca Mancini fara yfir málin í leik kvöldsins. EPA-EFE/MASSIMO PICA Daniele De Rossi hefur nú unnið báða leiki sína sem aðalþjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rómverjar unnu 2-1 útisigur á Salernitana í eina leik kvöldsins. Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Leikurinn var heldur rólegur framan af og ekkert skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði yfir mannskapnum en Paulo Dybala kom gestunum frá Róm yfir eftir aðeins sex mínútna leik með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Giulio Maggiore handlék knöttinn innan vítateigs. Hinn þrítugi Dybala hefur átt gott tímabil og skoraði sitt fimmta deildarmark á leiktíðinni af vítapunktinum. Hann hefur einnig lagt upp sex til viðbótar í aðeins 14 leikjum. Lorenzo Pellegrini skoraði svo með góðu skoti eftir undirbúning Rick Karsdorp á 66. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Passion. #ASRoma pic.twitter.com/08fWh3DDny— AS Roma English (@ASRomaEN) January 29, 2024 Það skiptir þó miklu máli hver skorar þriðja markið í leikjum og það gerðu heimamenn þessu sinni. Það gerði Grigoris Kastanos með góðum skalla eftir fyrirgjöf Loum Tchaouna og staðan orðin 1-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. José Mourinho, fyrrverandi þjálfari Rómar, hefði eflaust verið ánægður með hvernig hans fyrrverandi lærisveinar vörðu markið það sem eftir lifði leiks. Roma hélt út og vann 2-1 sigur, þeirra annar sigur í röð og De Rossi byrjar því á tveimur sigrum sem aðalþjálfari liðsins. Með sigrinum stekkur Roma upp í 5. sæti deildarinnar með 35 stig. Atalanta er aðeins stigi fyrir ofan en á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira