Innlent

Breiðfylkingin og SA boðuð til fundar í Karp­húsinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund. Vísir/Ívar

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu.

Gert er ráð fyrir að fundurinn verði á morgun klukkan tvö, samkvæmt mbl.is. Kjarasamingaviðræðunum var vísað til Ríkissáttasemjara í síðustu viku og enn hefur ekki verið fundað formlega í Karphúsinu.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi um mánaðarmótin næstkomandi og þá er friðarskyldan úr gildi einnig.


Tengdar fréttir

Laun hækkað um tíu prósent en kaup­máttur að­eins eitt

Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 

Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag

Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar.

Laun hækkað um tíu prósent en kaup­máttur að­eins eitt

Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×