Heimsmeistarinn varar Luke Littler við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:01 Luke Littler æfði sig ekkert vikurnar eftir HM en kom samt til baka í miklu stuði þegar hann vann mótið í Barein. Getty/Tom Dulat Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð