Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:11 Atli Þór Fanndal Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn. Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28