Svín drekka bjór af bestu lyst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2024 20:30 Um 200 gyltur er í Laxárdal, meðal annars þessi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira