Kollsteypa með dropateljara á Akureyri Sindri Kristjánsson skrifar 31. janúar 2024 07:01 Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Hjúkrunarheimili Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar