Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 08:18 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum vegna vanefnda sveitarfélagsins. Vísir/Arnar HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, sem hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Þar segir að um sé að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. „Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði. Þær einstöku aðstæður eiga við í Vestmannaeyjum að flytja þarf vatn frá landi um neðansjávarlögn með verulegum tilkostnaði sem venjulegur rekstur vatnsveitunnar ber ekki. Skýrir þetta hversvegna Vestmannaeyjabær er eigandi neðansjávarlagnarinnar milli Landeyjasands og Vestmannaeyjabæjar og hlaut vegna uppbyggingu hennar ríkisstuðning árið 2009. Samkvæmt samningi HS Veitna við bæjarfélagið reka HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kostnaðarsöm viðgerð og bærinn ekki axlað ábyrgð Fram kemur að eftir að Huginn VE 55 hafi valdið stórtjóni á lögninni 17. nóvember síðastliðinn hafi HS Veitur unnið ötullega að því að tryggja að unnt sé að flytja vatn um hana til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu. HS Veitur telur að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar.Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega. Auk vatnsveitu reka HS Veitur rafveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Framangreint hefur ekki áhrif á þann rekstur fyrirtækisins og ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsmanna hjá HS Veitum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Orkumál Vatn Tengdar fréttir Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, sem hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Þar segir að um sé að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. „Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði. Þær einstöku aðstæður eiga við í Vestmannaeyjum að flytja þarf vatn frá landi um neðansjávarlögn með verulegum tilkostnaði sem venjulegur rekstur vatnsveitunnar ber ekki. Skýrir þetta hversvegna Vestmannaeyjabær er eigandi neðansjávarlagnarinnar milli Landeyjasands og Vestmannaeyjabæjar og hlaut vegna uppbyggingu hennar ríkisstuðning árið 2009. Samkvæmt samningi HS Veitna við bæjarfélagið reka HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kostnaðarsöm viðgerð og bærinn ekki axlað ábyrgð Fram kemur að eftir að Huginn VE 55 hafi valdið stórtjóni á lögninni 17. nóvember síðastliðinn hafi HS Veitur unnið ötullega að því að tryggja að unnt sé að flytja vatn um hana til að fullnægja vatnsþörf í sveitarfélaginu. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu. HS Veitur telur að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar.Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega. Auk vatnsveitu reka HS Veitur rafveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Framangreint hefur ekki áhrif á þann rekstur fyrirtækisins og ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsmanna hjá HS Veitum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Orkumál Vatn Tengdar fréttir Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28. desember 2023 15:32
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22