Segir HS veitur reyna að koma sér undan Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 10:46 Íris segir að Vestmannaeyjum hafi ekki borist bréf HS veitna fyrr en í gærkvöldi. Vísir/Jóhann Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. „Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan skyldum sínum um að sjá Vestmannaeyingum fyrir vatni. Skyldur sem eru samkvæmt samningi og í lögum,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig nánar um bréfið þar sem okkur barst það ekki fyrr en í gærkvöld. Við höfum ekki haft tækifæri til að fara yfir það með okkar lögmanni,“ bætir hún við og segist gera ráð fyrir að gefa frá sér formleg viðbrögð seinna í dag. HS veitur sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem að segir fyrirtækið hafi ítrekað sagt við Vestmannaeyjabæ að bæjarfélagið beri ábyrgð á lögninni sem eigandi hennar. Mikið tjón varð á lögninni í nóvember á síðasta ári þegar akkeri skipsins Huginn VE olli skemmdum á henni. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu,“ segir í tilkynningu HS veitna. „Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega.“ HS veitur hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningunni segir að samningur HS Veitna við bæjarfélagið reki „HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan skyldum sínum um að sjá Vestmannaeyingum fyrir vatni. Skyldur sem eru samkvæmt samningi og í lögum,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig nánar um bréfið þar sem okkur barst það ekki fyrr en í gærkvöld. Við höfum ekki haft tækifæri til að fara yfir það með okkar lögmanni,“ bætir hún við og segist gera ráð fyrir að gefa frá sér formleg viðbrögð seinna í dag. HS veitur sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem að segir fyrirtækið hafi ítrekað sagt við Vestmannaeyjabæ að bæjarfélagið beri ábyrgð á lögninni sem eigandi hennar. Mikið tjón varð á lögninni í nóvember á síðasta ári þegar akkeri skipsins Huginn VE olli skemmdum á henni. „Mikilvægt er að ráðist sé í viðgerð á lögninni sem verður kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist vegna tjónsins. HS Veitur hafa ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand. Fyrir liggur óháð lögfræðileg álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist er að sömu niðurstöðu,“ segir í tilkynningu HS veitna. „Vestmannaeyjabær hefur ekki axlað þessa ábyrgð og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi afstöðu Vestmannaeyjabæjar er það mat HS Veitna, að rekstrarforsendur vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum séu á ný brostnar og þar með samningar milli aðila um eignarhald vatnsveitunnar og leigu á neðansjávarlögn því tengdu. Hafa HS Veitur vegna fyrrgreindra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar og samningum milli aðila óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum í samræmi við 3. mgr. 4. gr. Laga nr. 32/2004. Þess er vænst að viðræður milli aðila hefjist fljótlega.“ HS veitur hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningunni segir að samningur HS Veitna við bæjarfélagið reki „HS Veitur neðansjávarlögnina í tengslum við vatnsveituna sem leigutaki og hafa fyrirfram greitt fyrir afnotin til ársins 2044, sem var áætlaður endingartími lagnarinnar.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira