Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2024 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á tímum faraldursins, eftir að hafa þegið bólusetningu í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að af skýrslunni megi leiða að af OECD-ríkjunum hafi dauðsföll á Íslandi á Covid-19 tímanum verið færri en búast hefði mátt við miðað við fólksfjölgun og aldurssamsetningu þjóðarinnar. Ný-Sjálendingar sluppi best og Mexíkóar verst Þegar leiðrétt hafi verið fyrir lýðfræðilegum breytum og tekið tillit til fólksfjölgunar leiðir samanburður í ljós að dauðsföll í OECD-ríkjunum hafi að meðaltali verið 5,3 prósent fleiri á árunum 2020 til 2022 en á samanburðarárunum fyrir heimsfaraldur Covid-19. Munur milli landa hvað þetta varðar sé hins vegar verulegur. Níu lönd af 41 skeri sig úr, þar sem dauðsföll á Covid-árunum voru færri en búast mátti við miðað við árin fyrir heimsfaraldurinn. Þetta séu Nýja-Sjáland (-4,4%), Ísland (-3,9%), Noregur, Írland, Austurríki, Kórea, Svíþjóð, Lúxemborg og Ísrael. Þau ríki OECD þar sem umframdauðsföll voru langflest séu Kólumbía (+23,5%) og Mexíkó (+30,5%). Ekki samhljóða öðrum skýrslum Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að höfundar skýrslunnar geri ítarlega grein fyrir þeirri aðferðafræði sem samanburðurinn byggi á, enda hafi áður verið birtur samanburður um umframdauðsföll á tímum Covid-19 sem sýni aðrar niðurstöður. Í fyrri samanburði hafi ekki verið leiðrétt fyrir ýmsum lýðfræðilegum breytingum sem skipti máli svo samanburðurinn sé raunhæfur. Þar vegi þungt ört hækkandi hlutfall aldraðra og fólksflutningar sem hafi leitt til umtalsverðra breytinga á íbúafjölda auk aldurssamsetningar einstakra landa. Heilt yfir hafi hlutfall 65 ára og eldri hækkað um 19 prósent á svæðinu frá 2015 til 2022. Í meðfylgjandi skýrslu hafi þessar leiðréttingar verið gerðar. Öfug þróun í Svíþjóð Í tilkynningu á vef Landspítalans um sömu skýrslu segir að í rannsókninni komi fram að umframdauðsföll á Íslandi hafi verið færri árin 2020 og 2021 en árin á undan, en þeim hafi hins vegar fjölgað árið 2022 eftir að sóttvarnaraðgerðum var aflétt. Sama mynstur hafi verið fyrir hendi í Nýja Sjálandi en athygli veki að í Svíþjóð, sem fór aðrar leiðir í sóttvarnaraðgerðum, hafi þróunin verið öfug, það er að segja að flest umfram dauðsföll voru í fyrstu bylgjum faraldursins árið 2020. Allir hafi lagst á árarnar Árangur Íslands megi þakka samhentum aðgerðum stjórnvalda og heilbrigðisstofnana, eftirfylgd almennings við sóttvarnarreglur og almennum skilningi á gildi bólusetninga. Á Landspítala hafi allt starfsfólk lagst á árarnar við að útfæra starfsemina á þann veg að hægt væri að mæta öllum þeim áskorunum sem faraldrinum fylgdu. Covid-göngudeildin hafi verið sérlega öflug og sú þjónusta sem veitt var á öllum deildum spítalans við erfiðar aðstæður til fyrirmyndar. „En þessu hafa auðvitað fylgt aðrar áskoranir, til dæmis þurfti að slá skurðaðgerðum sem ekki voru lífsnauðsynlegar á frest og við sjáum líka áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilbrigði bæði barna og fullorðinna. Afleiðingar sóttvarnaraðgerða, einkum samfélagstakmarkana, þarf að kanna vel. Markmiðið er að draga lærdóm af þessari reynslu en á heildina getum við verið stolt af þeim árangri sem við náðum í baráttunni við Covid-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að af skýrslunni megi leiða að af OECD-ríkjunum hafi dauðsföll á Íslandi á Covid-19 tímanum verið færri en búast hefði mátt við miðað við fólksfjölgun og aldurssamsetningu þjóðarinnar. Ný-Sjálendingar sluppi best og Mexíkóar verst Þegar leiðrétt hafi verið fyrir lýðfræðilegum breytum og tekið tillit til fólksfjölgunar leiðir samanburður í ljós að dauðsföll í OECD-ríkjunum hafi að meðaltali verið 5,3 prósent fleiri á árunum 2020 til 2022 en á samanburðarárunum fyrir heimsfaraldur Covid-19. Munur milli landa hvað þetta varðar sé hins vegar verulegur. Níu lönd af 41 skeri sig úr, þar sem dauðsföll á Covid-árunum voru færri en búast mátti við miðað við árin fyrir heimsfaraldurinn. Þetta séu Nýja-Sjáland (-4,4%), Ísland (-3,9%), Noregur, Írland, Austurríki, Kórea, Svíþjóð, Lúxemborg og Ísrael. Þau ríki OECD þar sem umframdauðsföll voru langflest séu Kólumbía (+23,5%) og Mexíkó (+30,5%). Ekki samhljóða öðrum skýrslum Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að höfundar skýrslunnar geri ítarlega grein fyrir þeirri aðferðafræði sem samanburðurinn byggi á, enda hafi áður verið birtur samanburður um umframdauðsföll á tímum Covid-19 sem sýni aðrar niðurstöður. Í fyrri samanburði hafi ekki verið leiðrétt fyrir ýmsum lýðfræðilegum breytingum sem skipti máli svo samanburðurinn sé raunhæfur. Þar vegi þungt ört hækkandi hlutfall aldraðra og fólksflutningar sem hafi leitt til umtalsverðra breytinga á íbúafjölda auk aldurssamsetningar einstakra landa. Heilt yfir hafi hlutfall 65 ára og eldri hækkað um 19 prósent á svæðinu frá 2015 til 2022. Í meðfylgjandi skýrslu hafi þessar leiðréttingar verið gerðar. Öfug þróun í Svíþjóð Í tilkynningu á vef Landspítalans um sömu skýrslu segir að í rannsókninni komi fram að umframdauðsföll á Íslandi hafi verið færri árin 2020 og 2021 en árin á undan, en þeim hafi hins vegar fjölgað árið 2022 eftir að sóttvarnaraðgerðum var aflétt. Sama mynstur hafi verið fyrir hendi í Nýja Sjálandi en athygli veki að í Svíþjóð, sem fór aðrar leiðir í sóttvarnaraðgerðum, hafi þróunin verið öfug, það er að segja að flest umfram dauðsföll voru í fyrstu bylgjum faraldursins árið 2020. Allir hafi lagst á árarnar Árangur Íslands megi þakka samhentum aðgerðum stjórnvalda og heilbrigðisstofnana, eftirfylgd almennings við sóttvarnarreglur og almennum skilningi á gildi bólusetninga. Á Landspítala hafi allt starfsfólk lagst á árarnar við að útfæra starfsemina á þann veg að hægt væri að mæta öllum þeim áskorunum sem faraldrinum fylgdu. Covid-göngudeildin hafi verið sérlega öflug og sú þjónusta sem veitt var á öllum deildum spítalans við erfiðar aðstæður til fyrirmyndar. „En þessu hafa auðvitað fylgt aðrar áskoranir, til dæmis þurfti að slá skurðaðgerðum sem ekki voru lífsnauðsynlegar á frest og við sjáum líka áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilbrigði bæði barna og fullorðinna. Afleiðingar sóttvarnaraðgerða, einkum samfélagstakmarkana, þarf að kanna vel. Markmiðið er að draga lærdóm af þessari reynslu en á heildina getum við verið stolt af þeim árangri sem við náðum í baráttunni við Covid-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira