„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 12:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. „Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira