Ten Hag: Munur á agabrotum Rashford og Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 11:31 Erik ten Hag og Marcus Rashford eru hér báðir hissa á dóm í leik Manchester United á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, henti Jadon Sancho í frystikistuna og loks út úr félaginu en Marcus Rashford fær allt aðra meðferð hjá hollenska stjóranum. Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira