Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri fór í lögnina. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira