Mike McGrath, blaðamaður Telegraph, segir á Twitter að framtíð Rúnars Alex sé í óvissu en hann víki frá Cardiff vegna komu hins 28 ára gamla Ethan Horvath frá Nottingham Forest.
Nottingham Forest have agreed a deal for #USMNT goalkeeper Ethan Horvath to move to Cardiff. The 28yr old set for medical this morning. #CityAsOne #NFFC
— Mike McGrath (@mcgrathmike) February 1, 2024
Rúnar Alex Rúnarsson returns to #Arsenal and his future is undecided @TeleFootball https://t.co/2RnAJl2Gi8
Rúnar Alex, sem einnig er 28 ára, hefur verið samningsbundinn Arsenal frá því að enska stórveldið keypti hann frá Dijon í Frakklandi sumarið 2020. Hann skrifaði þá undir samning til fjögurra ára, sem rennur því út í sumar.
Frá Arsenal hefur Rúnar Alex farið að láni til OH Leuven í Belgíu, Alanyaspor í Tyrklandi og nú síðast Cardiff en hann lék aðeins sex leiki í ensku B-deildinni fyrir liðið og var 18 sinnum á bekknum. Til stóð að hann yrði að láni hjá Cardiff út tímabilið.
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu deildum Evrópu og mögulegt að Rúnar Alex verði orðinn leikmaður nýs félags í lok dags.