Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 13:24 Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. Lögreglan á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum. Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41