Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 08:23 Saksóknarar sögðu um að ræða einn umfangsmesta og alvarlegasta leka í sögu Bandaríkjanna. AP/Elizabeth Williams Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm. Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm.
Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira