„Alltaf verið bil á milli greiningartækninnar og þeirra sem eru að svindla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 20:01 Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Vísir/Arnar Mál ungrar skautakonu vakti töluverða athygli í vikunni en sú var dæmd í fjögurra ára keppnisbann þrátt fyrir að hafa verið aðeins 15 ára gömul þegar brotið átti sér stað. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir fá mál koma upp hér á landi og mikil áhersla sé lögð á fræðslu. Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00