Smáhýsin, hvernig hefur gengið? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. febrúar 2024 11:31 Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau. Smáhýsin eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Úrræðið er hluti af Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021.Flokkur fólksins óskar eftir að meirihlutinn í borgarstjórn taki þátt í að ræða um m.a. hvernig hafi almennt gengið með úrræðið, hvað hefur gengið vel, hverjir eru helstu hnökrarnir og hvernig hafa samskipti gengið milli íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Einnig vill borgarfulltrúi Flokks fólksins vita hvort velferðaryfirvöld í Reykjavík ætli að fjölga enn frekar smáhýsum af þessu tagi í borgarlandinu eða hvort eigi að horfa til annars konar búsetuúrræða fyrir fólk sem á hvergi heima. Heimilislausum ekki að fækka Í Reykjavík eru 20 smáhýsi sem sett hafa verið upp á sex stöðum auk þriggja smáhýsa úti á Granda. Áætlað er að heildarkostnaður við hvert smáhús sé um 33 m.kr. Lóðaverð er núll. Á biðlista eftir smáhýsi eru um 100 manns. Stærsti hluti þeirra er fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Eins og þeir muna sem fylgst hafa með þróun mála og umræðunni um smáhýsin þá reyndist erfitt að finna staðsetningu/reiti fyrir þau í borgarlandinu. Ekki voru allir sáttir við að smáhýsi yrðu staðsett í þeirra hverfi en við val á staðsetningu var mikilvægt að horfa til aðgengi að allri nærþjónustu. Flokki fólksins er umhugað um málefni heimilislausra og er það hans helsta baráttumál að berjast gegn fátækt, ójöfnuði og óréttlæti af hvers lags tagi. Það getur komið fyrir alla að lenda á götunni, heimilislaus, öðrum háður og þurfa að leita til stjórnvalda eftir grunnaðstoð. Það er skylda samfélagsins að bregðast við því kalli. Út á það gengur að samfélag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Málefni heimilislausra Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau. Smáhýsin eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Úrræðið er hluti af Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021.Flokkur fólksins óskar eftir að meirihlutinn í borgarstjórn taki þátt í að ræða um m.a. hvernig hafi almennt gengið með úrræðið, hvað hefur gengið vel, hverjir eru helstu hnökrarnir og hvernig hafa samskipti gengið milli íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Einnig vill borgarfulltrúi Flokks fólksins vita hvort velferðaryfirvöld í Reykjavík ætli að fjölga enn frekar smáhýsum af þessu tagi í borgarlandinu eða hvort eigi að horfa til annars konar búsetuúrræða fyrir fólk sem á hvergi heima. Heimilislausum ekki að fækka Í Reykjavík eru 20 smáhýsi sem sett hafa verið upp á sex stöðum auk þriggja smáhýsa úti á Granda. Áætlað er að heildarkostnaður við hvert smáhús sé um 33 m.kr. Lóðaverð er núll. Á biðlista eftir smáhýsi eru um 100 manns. Stærsti hluti þeirra er fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Eins og þeir muna sem fylgst hafa með þróun mála og umræðunni um smáhýsin þá reyndist erfitt að finna staðsetningu/reiti fyrir þau í borgarlandinu. Ekki voru allir sáttir við að smáhýsi yrðu staðsett í þeirra hverfi en við val á staðsetningu var mikilvægt að horfa til aðgengi að allri nærþjónustu. Flokki fólksins er umhugað um málefni heimilislausra og er það hans helsta baráttumál að berjast gegn fátækt, ójöfnuði og óréttlæti af hvers lags tagi. Það getur komið fyrir alla að lenda á götunni, heimilislaus, öðrum háður og þurfa að leita til stjórnvalda eftir grunnaðstoð. Það er skylda samfélagsins að bregðast við því kalli. Út á það gengur að samfélag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar