Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 19:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira