Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 19:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira