Forvarnir og krabbamein Alma D. Möller skrifar 4. febrúar 2024 09:00 Alþjóðadagur gegn krabbameini Í dag, 4. febrúar, er alþjóðadagur gegn krabbameini en markmiðið er að vekja athygli á þeim mikla vágesti og hvað þurfi að gera til að verjast. Vert er að staldra við og huga að þeim áskorunum sem blasa við þegar krabbamein eru annars vegar. Einsýnt er að vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga verulega á næstu árum og áratugum. Aukning í greiningum krabbameina hér á landi gæti orðið ríflega 50% til ársins 2040. Auk þess mun, og sem betur fer, þeim fjölga sem lifa lengur með sjúkdóminn í krafti framfara í greiningum og meðferð. Byrði krabbameins í samfélaginu mun því aukast mjög og það er okkar allra að horfast í augu við og yfirstíga þá áskorun. En aukning krabbameina eru ekki það eina sem þarf að glíma við því við stöndum frammi fyrir því að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og kostnaður vex vegna hækkandi lífaldurs og fjölgunar þeirra sem hafa langvinna sjúkdóma. Samfara eru erfiðleikar við mönnun og hlutfallsleg fækkun vinnufærra eins og við skilgreinum í dag. Þá verður meðferð sífellt flóknari, kostnaðarsamar nýjungar koma fram og kröfur og væntingar aukast. Auk þess eru á sjóndeildarhringnum risavaxin mál eins og vaxandi sýklalyfjaónæmi og mikil áhrif loftslagsbreytinga á heilsu og hagsæld. Því þurfum við að mæta þessum áskorunum með margvíslegum hætti. Við þurfum að finna nýjar leiðir til að nýta heilbrigðisþjónustu og fjármuni með sem skilvirkustum hætti en einnig að efla lýðheilsu, með heilsueflingu og forvörnum, og minnka þannig eða seinka eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Mikilvægi heilsueflingar og forvarna Sú vísindalega þekking sem orðið hefur til á undanförnum áratugum, veitir okkur tækifæri til að vinna gegn aukningu í nýgengi krabbameina, fátt er svo með öllu illt. Við þekkjum áhættuþættina; tóbaksnotkun, áfengi, óhollt mataræði, ónóg hreyfing, loftmengun, mengandi efni, útfjólubláir geislar og sýkingar, allt eru þetta sterkar breytur sem auka líkur á krabbameini og mörgum öðrum sjúkdómum. Talið er að unnt sé að koma í veg fyrir 30% til 50% krabbameina í heiminum með því að vinna gegn áhættuþáttum og með því að innleiða forvarnir sem byggja á gagnreyndri þekkingu. Vonandi munu svo tækni og framfarir í erfðavísindum hjálpa okkur enn frekar. Fræðsla, heilsuefling og forvarnir munu skipta sköpum í þessari baráttu. Vandaðar upplýsingar um forvarnir og krabbamein er til dæmis að finna á heimasíðu krabbameinsfélagsins, krabb.is og á heilsuvera.is. Það sem við getum gert hvert og eitt til að minnka áhættu á krabbameini er að borða hollan og fjölbreyttan mat í hæfilegu magni. Rannsóknir embættis landlæknis sýna að flest þyrftu að borða meira af grænmeti, ávöxtum, fiski, baunum og heilkornavörum og að borða minna af rauðu kjöti, sætindum og unnum matvælum, sjá leiðbeiningar. Að stunda hreyfingu reglulega dregur úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legi. Þar eru sömuleiðis sóknarfæri fyrir mörg okkar og bent á að hreyfiátakið Lífshlaupiðhefst þann 7. febrúar næstkomandi. Þá er nægur svefn undirstaða heilsu og vellíðunar en athuganir embættis landlæknis benda til að um fjórðungur fullorðinna fái ekki nægan svefn og er hlutfallið enn hærra hjá ungu fólki. Áfengi er krabbameinsvaldandi Sérstök ástæða er til að vekja athygli á sambandi áfengisneyslu og tilurð krabbameina en það eru margir sem ekki vita að áfengi er þekktur krabbameinsvaldur. Jafnvel lítið magn eykur áhættu á krabbameinum og eru þannig engin örugg mörk varðandi neyslu áfengis en áhættan eykst eftir því sem notkunin er meiri. Þetta á líka við um bjór og léttvín, ekki einungis sterkt vín. Áhyggjuefni er að neysla áfengis fer vaxandi hérlendis þrátt fyrir að mikill heilsufarslegur ávinningur myndi fylgja minni neyslu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að áfengi tengist 12% krabbameina. Vitað er að áfengisneysla eykur áhættu á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum, munni, vélinda, lifur, hálsi, barkakýli og munnholi. Þar fyrir utan tengist áfengi samtals 200 sjúkdómsgreiningum og er leiðandi áhættuþáttur í heiminum fyrir slæma heilsu og ótímabær dauðsföll, sérstaklega í aldurshópnum 25-59 ára. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum hérlendis en fólk sem neytir bæði áfengis og tóbaks er fimm sinnum líklegra til að fá krabbamein í munnholi, koki, barkakýli og vélinda, samanborið við þá sem neyta eingöngu áfengis eða eingöngu tóbaks. Fyrir þá sem drekka mikið áfengi að staðaldri er áhættan allt að 30 sinnum hærri. Bætum mætingu í skimun Innan forvarna er snemmgreining krabbameina mikilvæg; annars vegar með fræðslu um einkenni krabbameina (t.d.breytingum á hægðum og þvaglátum, óvenjulegum blæðingum, þykkildum og hnútum, sárum sem ekki gróa og óútskýrðu þyngdartapi) og greiðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og hins vegar snemmgreiningu í gegnum lýðgrundaðar skimanir. Til að lýðgrunduð skimun sé réttlætanleg þarf að uppfylla margvísleg og ströng skilyrði er kemur að vísindalegri þekkingu, skipulagi, framkvæmd og eftirfylgd. Hér á landi er skimað fyrir krabbameini í brjóstum og í leghálsi auk þess sem loksins hillir undir að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefjist. Til að krabbameinsskimun skili væntum ávinningi í að minnka sjúkdómsbyrði og fækka dauðsföllum þarf mæting að uppfylla ákveðin viðmið. Því miður hefur mæting kvenna í krabbameinsskimun farið heldur minnkandi um árabil. Þó eru ákveðnar vísbendingar og væntingar að úr rætist. Í skýrslum sem embætti landlæknis er að leggja lokahönd á, kemur fram að mæting kvenna af erlendum uppruna er miklum mun lakari en íslenskra kvenna. Það þarf því að skoða sérstaklega hvernig betur er hægt að ná til kvenna af erlendum uppruna. Hjálpumst að við að upplýsa og leiðbeina hverri annarri um mikilvægi þess að mæta í skimun þegar boð berst. Á heimasíðu landlæknis er að finna leiðbeiningar á pólsku (brjóst, legháls) og ensku (brjóst, legháls). Leggjum okkar af mörkum Við erum allt of mörg sem höfum þurft að sjá á eftir ástvinum í kjölfar krabbameins. Heilbrigðir lifnaðarhættir og mæting í skimun eru mikilvæg forvörn. Leggjum það sem við getum af mörkum til að lágmarka áhættuna á krabbameini, okkur sem einstaklingum og samfélaginu öllu til heilla. Vissulega hafa orðið stórstígar framfarir í meðferð krabbmeina en hér gildir svo sannarlega að betra er heilt en vel gróið. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn krabbameini Í dag, 4. febrúar, er alþjóðadagur gegn krabbameini en markmiðið er að vekja athygli á þeim mikla vágesti og hvað þurfi að gera til að verjast. Vert er að staldra við og huga að þeim áskorunum sem blasa við þegar krabbamein eru annars vegar. Einsýnt er að vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga verulega á næstu árum og áratugum. Aukning í greiningum krabbameina hér á landi gæti orðið ríflega 50% til ársins 2040. Auk þess mun, og sem betur fer, þeim fjölga sem lifa lengur með sjúkdóminn í krafti framfara í greiningum og meðferð. Byrði krabbameins í samfélaginu mun því aukast mjög og það er okkar allra að horfast í augu við og yfirstíga þá áskorun. En aukning krabbameina eru ekki það eina sem þarf að glíma við því við stöndum frammi fyrir því að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og kostnaður vex vegna hækkandi lífaldurs og fjölgunar þeirra sem hafa langvinna sjúkdóma. Samfara eru erfiðleikar við mönnun og hlutfallsleg fækkun vinnufærra eins og við skilgreinum í dag. Þá verður meðferð sífellt flóknari, kostnaðarsamar nýjungar koma fram og kröfur og væntingar aukast. Auk þess eru á sjóndeildarhringnum risavaxin mál eins og vaxandi sýklalyfjaónæmi og mikil áhrif loftslagsbreytinga á heilsu og hagsæld. Því þurfum við að mæta þessum áskorunum með margvíslegum hætti. Við þurfum að finna nýjar leiðir til að nýta heilbrigðisþjónustu og fjármuni með sem skilvirkustum hætti en einnig að efla lýðheilsu, með heilsueflingu og forvörnum, og minnka þannig eða seinka eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Mikilvægi heilsueflingar og forvarna Sú vísindalega þekking sem orðið hefur til á undanförnum áratugum, veitir okkur tækifæri til að vinna gegn aukningu í nýgengi krabbameina, fátt er svo með öllu illt. Við þekkjum áhættuþættina; tóbaksnotkun, áfengi, óhollt mataræði, ónóg hreyfing, loftmengun, mengandi efni, útfjólubláir geislar og sýkingar, allt eru þetta sterkar breytur sem auka líkur á krabbameini og mörgum öðrum sjúkdómum. Talið er að unnt sé að koma í veg fyrir 30% til 50% krabbameina í heiminum með því að vinna gegn áhættuþáttum og með því að innleiða forvarnir sem byggja á gagnreyndri þekkingu. Vonandi munu svo tækni og framfarir í erfðavísindum hjálpa okkur enn frekar. Fræðsla, heilsuefling og forvarnir munu skipta sköpum í þessari baráttu. Vandaðar upplýsingar um forvarnir og krabbamein er til dæmis að finna á heimasíðu krabbameinsfélagsins, krabb.is og á heilsuvera.is. Það sem við getum gert hvert og eitt til að minnka áhættu á krabbameini er að borða hollan og fjölbreyttan mat í hæfilegu magni. Rannsóknir embættis landlæknis sýna að flest þyrftu að borða meira af grænmeti, ávöxtum, fiski, baunum og heilkornavörum og að borða minna af rauðu kjöti, sætindum og unnum matvælum, sjá leiðbeiningar. Að stunda hreyfingu reglulega dregur úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legi. Þar eru sömuleiðis sóknarfæri fyrir mörg okkar og bent á að hreyfiátakið Lífshlaupiðhefst þann 7. febrúar næstkomandi. Þá er nægur svefn undirstaða heilsu og vellíðunar en athuganir embættis landlæknis benda til að um fjórðungur fullorðinna fái ekki nægan svefn og er hlutfallið enn hærra hjá ungu fólki. Áfengi er krabbameinsvaldandi Sérstök ástæða er til að vekja athygli á sambandi áfengisneyslu og tilurð krabbameina en það eru margir sem ekki vita að áfengi er þekktur krabbameinsvaldur. Jafnvel lítið magn eykur áhættu á krabbameinum og eru þannig engin örugg mörk varðandi neyslu áfengis en áhættan eykst eftir því sem notkunin er meiri. Þetta á líka við um bjór og léttvín, ekki einungis sterkt vín. Áhyggjuefni er að neysla áfengis fer vaxandi hérlendis þrátt fyrir að mikill heilsufarslegur ávinningur myndi fylgja minni neyslu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að áfengi tengist 12% krabbameina. Vitað er að áfengisneysla eykur áhættu á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum, munni, vélinda, lifur, hálsi, barkakýli og munnholi. Þar fyrir utan tengist áfengi samtals 200 sjúkdómsgreiningum og er leiðandi áhættuþáttur í heiminum fyrir slæma heilsu og ótímabær dauðsföll, sérstaklega í aldurshópnum 25-59 ára. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum hérlendis en fólk sem neytir bæði áfengis og tóbaks er fimm sinnum líklegra til að fá krabbamein í munnholi, koki, barkakýli og vélinda, samanborið við þá sem neyta eingöngu áfengis eða eingöngu tóbaks. Fyrir þá sem drekka mikið áfengi að staðaldri er áhættan allt að 30 sinnum hærri. Bætum mætingu í skimun Innan forvarna er snemmgreining krabbameina mikilvæg; annars vegar með fræðslu um einkenni krabbameina (t.d.breytingum á hægðum og þvaglátum, óvenjulegum blæðingum, þykkildum og hnútum, sárum sem ekki gróa og óútskýrðu þyngdartapi) og greiðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og hins vegar snemmgreiningu í gegnum lýðgrundaðar skimanir. Til að lýðgrunduð skimun sé réttlætanleg þarf að uppfylla margvísleg og ströng skilyrði er kemur að vísindalegri þekkingu, skipulagi, framkvæmd og eftirfylgd. Hér á landi er skimað fyrir krabbameini í brjóstum og í leghálsi auk þess sem loksins hillir undir að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefjist. Til að krabbameinsskimun skili væntum ávinningi í að minnka sjúkdómsbyrði og fækka dauðsföllum þarf mæting að uppfylla ákveðin viðmið. Því miður hefur mæting kvenna í krabbameinsskimun farið heldur minnkandi um árabil. Þó eru ákveðnar vísbendingar og væntingar að úr rætist. Í skýrslum sem embætti landlæknis er að leggja lokahönd á, kemur fram að mæting kvenna af erlendum uppruna er miklum mun lakari en íslenskra kvenna. Það þarf því að skoða sérstaklega hvernig betur er hægt að ná til kvenna af erlendum uppruna. Hjálpumst að við að upplýsa og leiðbeina hverri annarri um mikilvægi þess að mæta í skimun þegar boð berst. Á heimasíðu landlæknis er að finna leiðbeiningar á pólsku (brjóst, legháls) og ensku (brjóst, legháls). Leggjum okkar af mörkum Við erum allt of mörg sem höfum þurft að sjá á eftir ástvinum í kjölfar krabbameins. Heilbrigðir lifnaðarhættir og mæting í skimun eru mikilvæg forvörn. Leggjum það sem við getum af mörkum til að lágmarka áhættuna á krabbameini, okkur sem einstaklingum og samfélaginu öllu til heilla. Vissulega hafa orðið stórstígar framfarir í meðferð krabbmeina en hér gildir svo sannarlega að betra er heilt en vel gróið. Höfundur er landlæknir.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun