Álit annara og almannarómur auk ímyndar Sigurður Páll Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 16:00 Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun