Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 06:58 Feðgar þegar allt lék í lyndi. Getty/WireImage/Samir Hussein Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur. Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur.
Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira