Tíu létust í hákarlaárásum í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 10:21 Þrátt fyrir að árásir séu tíðari við mannmargar strendur eru dauðsföll algengari á fáförnum slóðum. Getty/Universal Images Group/Lindsey Nicholson Tíu létust í kjölfar hákarlaárása árið 2023 en aðeins fimm árið á undan. Alls voru 69 bitnir í árásum í óvæntum árásum, ívið fleiri á brimbretti en að synda eða vaða. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða. Ástralía Dýr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða.
Ástralía Dýr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira