HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:16 Íslenska karlalandsliðið endaði í 10. sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár. HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár.
HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira