Óskar Bjarni: Gamla góða tuggan Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2024 21:41 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann í kvöld stórsigur á Fram í Úlfarsárdal í fyrsta leik 15. umferðar Olís-deildar karla, 28-36 lokatölur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55