Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra.
Einnig verður rætt við þrjár íslenskar konur sem í gær tókst að koma palestínskri fjölskyldu sem hafði verið innlyksa á Gasa yfir landamærin í Rafah og til Kaíró í Egyptalandi.
Að auki tökum við stöðuna á jarðhræringum á Reykjanesskaga en nokkuð hefur verið um smáskjálfta við Grindavík í dag.
Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um aðstöðuvanda hjá knattspyrnuliði Vestra sem spilar í Bestu deildinni næsta sumar og þá eru stjórnendur KSÍ ósáttir við að fá ekki úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ.