Kraftaverk að eiga von á barni eftir allar lyfjameðferðirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 13:00 Birna er ólétt að sínu öðru barni eftir að hafa gengið í gegnum ótal lyfjameðferðir í baráttunni við krabbamein. Birna Almarsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með fjórða stigs eitirfrumukrabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Áfallið var mikið, óvissan um frekari barneignir algjör en það var einmitt dóttir Birnu sem hjálpaði henni langmest í gegnum erfiðu tímana. Birna er ein þeirra sem deila reynslu sinni í tilefni Lífið er núna átaksins á vegum Krafts. Birna nýtti ýmsa þjónustu hjá Krafti þegar hún greindist með krabbamein og vissi ekki hvernig hún átti að komast í gegnum áfallið. „Ég var með alveg ellefu sentimetra massa á miðmæti og fjölmarga hnúta dreifða um lungun,“ segir Birna. „Hvort tveggja hljómaði alveg hræðilega.“ Hún segir að fólkið sitt hafi gripið sig. „Manneskjan sem hjálpaði mér langmest í gegnum þetta ferli, og ég er ekki viss um að hún viti hvað hún hafði góð og jákvæð áhrif á mig, er auðvitað litla stelpan mín.“ Glódís, dóttir Birnu, var tveggja ára þegar Birna greindist. Birna segir Glódísi hafa lýst upp hvert einasta augnablik. Valdeflandi að heyra sögur annarra Birna nýtti sér ýmsa þjónustu hjá Krafti því hún vissi að hún þyrfti að leita sér stuðnings og speglun hjá öðru fólki sem hefur upplifað svipað. Hún mætti í jafningjastuðning og í StelpuKraft og fannst rosalega gagnlegt að sjá aðra og heyra árangursríkar sögur. Deila erfiðleikum, tárum, sárum, sorgum og jafnframt gleði og hlátri með jafningjum. „Það er valdeflandi að heyra sögur annarra sem voru jafnvel búnir með sína meðferð,“ segir Birna. Þá hafi hún séð fyrirmyndir sem hafi komist í gegnum erfið verkefni á borð við það sem hún sjálf glímdi við. Það var ekki víst hvort að Birna gæti eignast fleiri börn eftir meðferðirnar en hún segir það vera kraftaverk út af fyrir sig að hún eigi nú von á öðru barni eftir allt sem líkaminn hennar hafi gengið í gegnum í lyfjameðferðinni. En það séu ekki allir svo heppnir. „Þessi setning, Lífið er núna, fær dýpri tilgang þegar maður hefur gengið í gegnum svona ferli eða erfiðleika yfir höfuð,“ segir Birna. Armbandið veiti hlýju Hún segist alltaf taka eftir því þegar fólk sé með armbandið og það veiti henni hlýju. Lífið er núna dagurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar. Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetur landsmenn til að halda upp á Lífið er núna daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Dagurinn er tilvalinn í að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér, nota spari-stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðin tilefni. Ekki bíða eftir rétta mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) „Þetta er í annað sinn sem við höldum þennan dag og var dásamlegt að sjá í fyrra hvað fólk var fljótt að taka við sér og fagna honum með okkur,“ segir Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. „Við hvetjum alla í samfélaginu að njóta dagsins til hins ýtrasta. Búa til einhverja gæðastund með samstarfsmönnum, vinum og vandamönnum eða jafnvel bara ókunnugum og hrósa fólki og minna sig og aðra á að staldra við og fanga augnablikið,“ bætir Þórunn Hilda við. Kraftsliturinn er appelsínugulur og því hvetur félagið sem flesta til að klæðast þessum orkumikla lit á fimmtudaginn. Svo er hægt að fá flottar partýveifur, Lífið er núna servíettur og ýmsar aðrar vörur hjá Krafti sem geta hjálpað fólki að fagna deginum. „Við hvetjum auðvitað líka alla til að fá sér nýja Lífið er núna armbandið og bera það og minna sig einmitt á að Lífið er núna. Armböndin í ár eru sérlega hátíðleg í tilefni af 25 ára afmæli Krafts,“ segir Þórunn Hilda í tilkynningu frá Krafti. Frjósemi Krabbamein Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Birna er ein þeirra sem deila reynslu sinni í tilefni Lífið er núna átaksins á vegum Krafts. Birna nýtti ýmsa þjónustu hjá Krafti þegar hún greindist með krabbamein og vissi ekki hvernig hún átti að komast í gegnum áfallið. „Ég var með alveg ellefu sentimetra massa á miðmæti og fjölmarga hnúta dreifða um lungun,“ segir Birna. „Hvort tveggja hljómaði alveg hræðilega.“ Hún segir að fólkið sitt hafi gripið sig. „Manneskjan sem hjálpaði mér langmest í gegnum þetta ferli, og ég er ekki viss um að hún viti hvað hún hafði góð og jákvæð áhrif á mig, er auðvitað litla stelpan mín.“ Glódís, dóttir Birnu, var tveggja ára þegar Birna greindist. Birna segir Glódísi hafa lýst upp hvert einasta augnablik. Valdeflandi að heyra sögur annarra Birna nýtti sér ýmsa þjónustu hjá Krafti því hún vissi að hún þyrfti að leita sér stuðnings og speglun hjá öðru fólki sem hefur upplifað svipað. Hún mætti í jafningjastuðning og í StelpuKraft og fannst rosalega gagnlegt að sjá aðra og heyra árangursríkar sögur. Deila erfiðleikum, tárum, sárum, sorgum og jafnframt gleði og hlátri með jafningjum. „Það er valdeflandi að heyra sögur annarra sem voru jafnvel búnir með sína meðferð,“ segir Birna. Þá hafi hún séð fyrirmyndir sem hafi komist í gegnum erfið verkefni á borð við það sem hún sjálf glímdi við. Það var ekki víst hvort að Birna gæti eignast fleiri börn eftir meðferðirnar en hún segir það vera kraftaverk út af fyrir sig að hún eigi nú von á öðru barni eftir allt sem líkaminn hennar hafi gengið í gegnum í lyfjameðferðinni. En það séu ekki allir svo heppnir. „Þessi setning, Lífið er núna, fær dýpri tilgang þegar maður hefur gengið í gegnum svona ferli eða erfiðleika yfir höfuð,“ segir Birna. Armbandið veiti hlýju Hún segist alltaf taka eftir því þegar fólk sé með armbandið og það veiti henni hlýju. Lífið er núna dagurinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar. Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetur landsmenn til að halda upp á Lífið er núna daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Dagurinn er tilvalinn í að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér, nota spari-stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðin tilefni. Ekki bíða eftir rétta mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) „Þetta er í annað sinn sem við höldum þennan dag og var dásamlegt að sjá í fyrra hvað fólk var fljótt að taka við sér og fagna honum með okkur,“ segir Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. „Við hvetjum alla í samfélaginu að njóta dagsins til hins ýtrasta. Búa til einhverja gæðastund með samstarfsmönnum, vinum og vandamönnum eða jafnvel bara ókunnugum og hrósa fólki og minna sig og aðra á að staldra við og fanga augnablikið,“ bætir Þórunn Hilda við. Kraftsliturinn er appelsínugulur og því hvetur félagið sem flesta til að klæðast þessum orkumikla lit á fimmtudaginn. Svo er hægt að fá flottar partýveifur, Lífið er núna servíettur og ýmsar aðrar vörur hjá Krafti sem geta hjálpað fólki að fagna deginum. „Við hvetjum auðvitað líka alla til að fá sér nýja Lífið er núna armbandið og bera það og minna sig einmitt á að Lífið er núna. Armböndin í ár eru sérlega hátíðleg í tilefni af 25 ára afmæli Krafts,“ segir Þórunn Hilda í tilkynningu frá Krafti.
Frjósemi Krabbamein Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Grét í tvær vikur eftir greininguna Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. 7. febrúar 2024 08:00