„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 15:30 Dak Prescott stýrir sóknarleik Dallas Cowboys liðsins og gerði það frábærlega stærsta hluta tímabilsins en þegar á reyndi þá gekk ekkert upp. Getty/Richard Rodriguez Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður. Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið NFL Lokasóknin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira
Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið
NFL Lokasóknin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira