Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 13:16 Almannavarnir biðja almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Vísir/Ívar Fannar Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Almannavarnir biðja almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. „Það er mjög mikilvægt og skiptir öllu máli að íbúar á Reykjanesi fylgi þessum leiðbeiningum,“ segir í tilkynningu. Heitavatnslögnin er rofin sem veldur heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Nú er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki á Suðurnesjum spari allt rafmagn og heitt vatn. Aðeins má notast við einn rafmagnsofn „Miðlunartankar geyma heitt vatn á svæðinu og nú þegar leiðslan er farin er það eina vatnið sem er eftir á svæðinu. Almannavarnir ítreka því mikilvægi þess að íbúar og fyrirtæki spari vatnið. Í markvissum sparnaði endast miðlunartankar væntanlega í 6 til 12 klukkustundir. Miðað við hefðbundna daglega notkun endast tankarnir í 3 til 6 klukkustundir,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum.Vísir/Ívar Fannar Íbúar geta notað rafmagnsofn en Almannavarnir ítreka að hver eign má aðeins notast við einn rafmagnsofn. Rafkerfið þolir ekki meiri notkun. Ef öll setja ofna í gang í einu getur kerfið slegið út. Því er mikilvægt að íbúar fylgi fyrirmælum og noti aðeins einn rafmagnsofn til kyndingar. Búið er senda sms skilaboð til íbúa á svæðinu með leiðbeiningum að spara heita vatnið. Eftirfarandi skilaboð bárust íbúum á Suðurnesjum klukkan 12:44. Á vef HS Veitna eru mikilvæg skilaboð til íbúa á Reykjanesi með leiðbeiningum. Þau má sjá í heild hér að neðan. Eldgos hófst í morgun á Reykjanesi. Hraunflæðið rennur nú í átt að stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Fari hraunflæði yfir lögnina er útlit fyrir að sú sviðsmynd raungerist að ekkert heitt vatn frá Svartsengi með þeim afleiðingum að heitavatnslaust verður í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Eins og hraðinn er á hraunflæðinu núna gæti það gerst á næstu klukkustundum. Til að bregðast við slíkum atburði hefur verið unnið að lagningu nýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið er að leggja um 500 metra langan kafla þar sem ætlunin er að tengja ef gamla lögnin eyðileggst en það getur hinsvegar tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Búið að fylla á heitavatnstankana á Fitjum en til þess að heitavatnsbirgðirnar endist sem lengst til að halda hita á húsunum á þessu svæði biðjum við íbúa og atvinnulíf að lækka í hitakerfum í húsum og vera ekki að nota heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Nú þegar er búið að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Einnig er nú viðbúið að gripið verði til rafkyndingar sem rafdreifikerfi okkar er ekki hannað fyrir. Er biðlað til húseigenda að bíða með að hefja rafkyndingu í lengstu lög. Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir, sjá ábendingar hér. Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Almannavarnir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Almannavarnir biðja almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. „Það er mjög mikilvægt og skiptir öllu máli að íbúar á Reykjanesi fylgi þessum leiðbeiningum,“ segir í tilkynningu. Heitavatnslögnin er rofin sem veldur heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Nú er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki á Suðurnesjum spari allt rafmagn og heitt vatn. Aðeins má notast við einn rafmagnsofn „Miðlunartankar geyma heitt vatn á svæðinu og nú þegar leiðslan er farin er það eina vatnið sem er eftir á svæðinu. Almannavarnir ítreka því mikilvægi þess að íbúar og fyrirtæki spari vatnið. Í markvissum sparnaði endast miðlunartankar væntanlega í 6 til 12 klukkustundir. Miðað við hefðbundna daglega notkun endast tankarnir í 3 til 6 klukkustundir,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum.Vísir/Ívar Fannar Íbúar geta notað rafmagnsofn en Almannavarnir ítreka að hver eign má aðeins notast við einn rafmagnsofn. Rafkerfið þolir ekki meiri notkun. Ef öll setja ofna í gang í einu getur kerfið slegið út. Því er mikilvægt að íbúar fylgi fyrirmælum og noti aðeins einn rafmagnsofn til kyndingar. Búið er senda sms skilaboð til íbúa á svæðinu með leiðbeiningum að spara heita vatnið. Eftirfarandi skilaboð bárust íbúum á Suðurnesjum klukkan 12:44. Á vef HS Veitna eru mikilvæg skilaboð til íbúa á Reykjanesi með leiðbeiningum. Þau má sjá í heild hér að neðan. Eldgos hófst í morgun á Reykjanesi. Hraunflæðið rennur nú í átt að stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Fari hraunflæði yfir lögnina er útlit fyrir að sú sviðsmynd raungerist að ekkert heitt vatn frá Svartsengi með þeim afleiðingum að heitavatnslaust verður í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Eins og hraðinn er á hraunflæðinu núna gæti það gerst á næstu klukkustundum. Til að bregðast við slíkum atburði hefur verið unnið að lagningu nýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið er að leggja um 500 metra langan kafla þar sem ætlunin er að tengja ef gamla lögnin eyðileggst en það getur hinsvegar tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Búið að fylla á heitavatnstankana á Fitjum en til þess að heitavatnsbirgðirnar endist sem lengst til að halda hita á húsunum á þessu svæði biðjum við íbúa og atvinnulíf að lækka í hitakerfum í húsum og vera ekki að nota heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Nú þegar er búið að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Einnig er nú viðbúið að gripið verði til rafkyndingar sem rafdreifikerfi okkar er ekki hannað fyrir. Er biðlað til húseigenda að bíða með að hefja rafkyndingu í lengstu lög. Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir, sjá ábendingar hér. Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Almannavarnir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira