Leikurinn var ekki beint spennandi og Skara betri aðilinn frá fyrstu mínútu. Fór það svo að Skara vann með tíu marka mun, lokatölur 34-24.
Aldís Ásta skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar á meðan Jóhanna skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
Með sigrinum fór Skara upp fyrir Hallby í 5. sætið. Skara með 19 stig að loknum 17 leikjum en Hallby stigi minna.