Efling komin að þolmörkum í viðræðum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 10:08 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Efling hafi komið til móts við SA og eigi nú heimtingu á að samningsvilji þeirra sé virtur. vísir/ívar fannar Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21