Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 12:11 Fjölmargir mættu í Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ í gær til að fjárfesta í hitablásurum og ofnum. Vísir/SigurjónÓ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld. Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10