Eggert Aron um atvinnumennskuna og A-landsliðið: Draumur síðan ég var krakki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2024 09:00 Eggert Aron í leik gegn Noregi þar sem hann skoraði stórglæsilegt mark sem hefur án efa vakið athygli út fyrir landsteinana. Seb Daly/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir silfurliðs Svíþjóðar, Elfsborg, frá Stjörnunni fyrir ekki svo löngu síðan. Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira
Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands
Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira