Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 12:18 Vinna við nýja heitavatnslögn hófst strax í nótt, en ljóst er að sú vinna mun taka marga daga. Björn Steinbekk Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Lögnin fór í sundur um klukkan hálf 11 í gærkvöldi. Í tilkynningu frá almannavörnum kom fram að lögnin hafi væntanlega laskast við hraunrennsli í eldgosinu á fimmtudag og í gærkvöldi þegar aukinn kraftur var settur í vatnsdælingu virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar hófst strax í nótt. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS orku segir í samtali við fréttastofu að um afar umfangsmika aðgerð sé að ræða. „Það verður unnið í mikilli forystu frá almannavörnum og í samstarfi við fjölmarga þjónustuaðila og verktakafyrirtæki. Það verður farið að leggja veg út á hraunið sitthvorum megin, sjáum hversu langt verður hægt að fara út á heitt hraunið. Það verður sett upp framleiðsluplan til að setja saman lagnir og draga þær síðan yfir hraunið. Síðan þarf að tengja þær, sitthvorum megin við gömlu Njarðvíkuræðina.” Líf fólks mun án efa breytast Hjödís Guðmunsdóttir, samskiptasjtjóri almannavarna segir verulegar áhyggjur uppi af stöðunni. „Staðan er ekki góð, það er óhætt að segja það. Það er ljóst að næstu dagar verða ekki einfaldir á Suðurnesjum þegar kemur að því að halda hita á húsum. Því eins og í gærkvöldi þegar fólk ætlaði að fara elda sér matinn sló rafmagnið út á stórum hluta. Þannig næstu dagar verða eflaust ekki einfaldir og líf fólks mun án efa breytast. Nú reynir á samstöðu næstu daga.“ Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Suðurnesja hafa þegar yfirgefið heimili sín, haldið til ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða í öðrum sveitafélögum, eða farið í sumarbústað. Hjördís segir ekki tilmæli að svo stöddu um að fólk finni sér annan samastað, en í dag verði gefnar út ítarlegrar upplýsingar til íbúa um hvað best sé að gera. „Vegna þess að fólk þarf líka að sjálfsögðu að huga að eignum sínum og passa upp á að húsin séu í lagi. Það krefst væntanlega þess að einhver sé á staðnum.” Ljóst að um marga daga sé að ræða Hjördís segir gríðarlega mikilvægt að huga að rafmagnsnotkun og ljóst sé að þegar mesta rafmagnþörfin er, til dæmis um kvöldmatarleytið, sé hætta á að rafmagnið slái út í heilu hverfunum, líkt og gerðist í gærkvöldi. „Á þessum álagstímum þegar allir eru að nota rafmagnið á sama tíma lendum við í vandræðum. Þannig við þurfum enn og aftur að fá fólk með okkur til að huga að þessu.“ Þá segir Hjördís því miður ljóst að ástandið muni vara í marga daga. „Tímaramminn sem við erum að horfa á getur alveg verið vika. Um leið og við segjum einhvern ákveðinn tíma erum við að gefa fólki væntingar. En það tekur einhverja daga fyrir það fyrsta að gera við lögnina. Svo þegar búið er að gera við hana tekur tíma á að koma öllu á, svo við erum alveg að tala um nokkra daga. Og þetta mun taka á, það er alveg ljóst.“ Upplýsingafundur almannavarna klukkan 17 Í tilkynningu frá Heilbrigðsstofnum suðurnesja rétt fyrir hádegi kemur fram að þeim íbúum Suðurnesja sem vanti hitablásara geti mætt á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja og fengið blásara að láni frá Almannavörnum. Þau sem komast ekki sjálf á staðinn geta haft samband við 112 og fengið hitablásara sendan heim. Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum komu saman til fundar í Reykjanesbæ fyrir hádegi. Auk þeirra verða fulltrúar heilbrigðisstofnana og annarra mikilvægra stofnana á fundinum. Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17 í dag í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Ekki liggur enn fyrir hverjir verða viðstaddir fundinn. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Suðurnesjabær Vogar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Lögnin fór í sundur um klukkan hálf 11 í gærkvöldi. Í tilkynningu frá almannavörnum kom fram að lögnin hafi væntanlega laskast við hraunrennsli í eldgosinu á fimmtudag og í gærkvöldi þegar aukinn kraftur var settur í vatnsdælingu virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar hófst strax í nótt. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS orku segir í samtali við fréttastofu að um afar umfangsmika aðgerð sé að ræða. „Það verður unnið í mikilli forystu frá almannavörnum og í samstarfi við fjölmarga þjónustuaðila og verktakafyrirtæki. Það verður farið að leggja veg út á hraunið sitthvorum megin, sjáum hversu langt verður hægt að fara út á heitt hraunið. Það verður sett upp framleiðsluplan til að setja saman lagnir og draga þær síðan yfir hraunið. Síðan þarf að tengja þær, sitthvorum megin við gömlu Njarðvíkuræðina.” Líf fólks mun án efa breytast Hjödís Guðmunsdóttir, samskiptasjtjóri almannavarna segir verulegar áhyggjur uppi af stöðunni. „Staðan er ekki góð, það er óhætt að segja það. Það er ljóst að næstu dagar verða ekki einfaldir á Suðurnesjum þegar kemur að því að halda hita á húsum. Því eins og í gærkvöldi þegar fólk ætlaði að fara elda sér matinn sló rafmagnið út á stórum hluta. Þannig næstu dagar verða eflaust ekki einfaldir og líf fólks mun án efa breytast. Nú reynir á samstöðu næstu daga.“ Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Suðurnesja hafa þegar yfirgefið heimili sín, haldið til ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða í öðrum sveitafélögum, eða farið í sumarbústað. Hjördís segir ekki tilmæli að svo stöddu um að fólk finni sér annan samastað, en í dag verði gefnar út ítarlegrar upplýsingar til íbúa um hvað best sé að gera. „Vegna þess að fólk þarf líka að sjálfsögðu að huga að eignum sínum og passa upp á að húsin séu í lagi. Það krefst væntanlega þess að einhver sé á staðnum.” Ljóst að um marga daga sé að ræða Hjördís segir gríðarlega mikilvægt að huga að rafmagnsnotkun og ljóst sé að þegar mesta rafmagnþörfin er, til dæmis um kvöldmatarleytið, sé hætta á að rafmagnið slái út í heilu hverfunum, líkt og gerðist í gærkvöldi. „Á þessum álagstímum þegar allir eru að nota rafmagnið á sama tíma lendum við í vandræðum. Þannig við þurfum enn og aftur að fá fólk með okkur til að huga að þessu.“ Þá segir Hjördís því miður ljóst að ástandið muni vara í marga daga. „Tímaramminn sem við erum að horfa á getur alveg verið vika. Um leið og við segjum einhvern ákveðinn tíma erum við að gefa fólki væntingar. En það tekur einhverja daga fyrir það fyrsta að gera við lögnina. Svo þegar búið er að gera við hana tekur tíma á að koma öllu á, svo við erum alveg að tala um nokkra daga. Og þetta mun taka á, það er alveg ljóst.“ Upplýsingafundur almannavarna klukkan 17 Í tilkynningu frá Heilbrigðsstofnum suðurnesja rétt fyrir hádegi kemur fram að þeim íbúum Suðurnesja sem vanti hitablásara geti mætt á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja og fengið blásara að láni frá Almannavörnum. Þau sem komast ekki sjálf á staðinn geta haft samband við 112 og fengið hitablásara sendan heim. Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum komu saman til fundar í Reykjanesbæ fyrir hádegi. Auk þeirra verða fulltrúar heilbrigðisstofnana og annarra mikilvægra stofnana á fundinum. Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17 í dag í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Ekki liggur enn fyrir hverjir verða viðstaddir fundinn.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Suðurnesjabær Vogar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira