Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:26 Jón sagði alrangt að það væri stefnan að „hræða fólk frá“ en sagði á sama tíma að fólk kæmi til Íslands vegna þess að það fengi betri mótttökur hér en annars staðar. Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira