Ólympíudyrnar opnar fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 11:00 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Katar 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi ræður því sjálfur hvort að hann spili með Argentínu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira