Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar. Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar.
Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira