Minnast hlýju og glettni mannsins með risastóra hjartað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2024 11:11 Á prestastefnu í Reykjavík í maí 2011. Alltaf stutt í brosið. Þjóðkirkjan/Sigurður Árni Þórðarson Fjölmargir minnast Sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups sem lést í gærmorgun 77 ára eftir baráttu við krabbamein. Fólk minnist manns með risastórt hjarta, bros á vör og húmorinn í farteskinu. Ljóst er að Karl snerti hjörtu margra á lífsleiðinni. Hann vígðist til prests í Vestmannaeyjum í febrúar 1973, tíu dögum eftir að gaus á Heimaey. Hallgrímskirkja var þó hinn eiginlegi heimavöllur hans þar sem hann þjónaði í 23 ár frá árinu 1975. 1997 var hann kjörinn biskup Íslands og gegndi embættinu í fjórtán ár. Að þeim tíma loknum naut Dómkirkjan í Reykjavík þjónustu hans um tíma. Hvers vegna ekki? Karl greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 en hann hafði áður fylgst með fjórum bræðrum af sex heyja baráttu við krabbamein. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann greininguna hafa verið heilmikið áfall. Hann sagði um leið mikilvægt að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir hann. „Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Bræður hans hefðu tekist á við krabbamein af miklu æðruleysi. Hann ræddi veikindi í viðtali við Fréttablaðið 2018. „Krabbamein er svo ótrúlega algengt. Mér finnst nánast annar hver maður í mínum kunningjahópi hafa gengið eða vera að ganga í gegnum eitthvað svipað og ég. Þá spyr maður sig: Hvers vegna ekki ég? Hún er áleitin sagan sem Karen Blixen sagði. Hún lá lengi á spítala af því að maðurinn hennar, sem hélt framhjá henni, hafði smitað hana af kynsjúkdómi. Hún var sárþjáð og bálreið og spurði sig: Af hverju ég? Hvers vegna? Svo sá hún dagblað þar sem var slegið upp á forsíðu að franskt rannsóknarskip hefði farist við Ísland, og það hét Pourquoi pas? Hvers vegna ekki? Þá laust niður í huga hennar: Hvers vegna ekki? Þá var eins og réttist úr henni og henni fannst hún geta tekist á við mótlætið af reisn.“ Ógleymanleg athöfn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra er meðal þeirra sem minnist góðs manns sem sé genginn. „Hann hafði einstaklega hlýja og ljúfa nærveru og þegar við Hjölli höfðum okkur loksins í að leita til kirkjunnar um skírn sonanna og giftingu okkar þá var séra Karl hið augljósa val. Hann nálgaðist athafnirnar af virðingu og alvöru en það var alltaf brosglampi í augunum og stutt í húmorinn. Skírnarathöfnin í kór Hallgrímskirkju 2. ágúst 1991 var einstök og ógleymanleg,“ segir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Hún deilir mynd frá téðri athöfn og giftingu þeirra Hjörleifs Sveinbjörnssonar sem Karl stjórnaði. Hámark paranojunnar Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur rifjar upp gott dæmi um húmor séra Karls. „Það var einu sinni sem oftar í biskupstíð Karls Sigurbjörnssonar að hann sat kaffisamsæti Dómkórsins á kirkjuloftinu milli messa á páskadagsmorgni. (Ég vona að sú hefð sé enn í heiðri höfð að sveigja langborð á kirkjuloftinu með dýrðlegum veitingum eftir biskupsmessuna klukkan átta.) Hluti hefðarinnar var að biskup þakkaði fyrir sig og sína með stuttri tækifærisræðu, oft á eilítið öðrum nótum en predikunin stuttu fyrr,“ segir Eiríkur. Séra Karl með erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands.Þjóðkirkjan/Árni Svanur Daníelsson „Eitthvert árið sagði herra Kalli okkur sögu af því þegar hann sótti heim danskan starfsbróður sinn. Danska kirkjan átti um þær mundir annríkt við að afhelga sveitakirkjur sem hættar voru að þjóna tilgangi sínum sökum breytts byggðamynsturs og dræmrar kirkjusóknar. -Veistu hvað er hámark paranojunnar? hafði sá danski spurt sinn íslenska kollega. -Jú, það er ef þú mætir í kirkju, situr á fremsta bekk og finnst einhver sitja fyrir aftan þig. Hér er góður maður genginn - oft svo yndislega glettinn.“ Fíngerði maðurinn með risastóra hjartað Hallveig Rúnarsdóttir söngkona er meðal tónlistarfólks sem minnist séra Karls. Aðfangadagskvöld í Hallgrímskirkju eru henni ofarlega í huga. Séra Karl þjónaði við marga messuna á löngum ferli sem embættismaður Þjóðkirkjunnar.Þjóðkirkjan/Árni Svanur Daníelsson „Aðfangadagskvöld, hafsjór af hvítu líni, lykt af nýstraujaðri bómull, hárspreyi og tilhlökkun. Gengið guðshús í, fallegu dómkirkjuna okkar á Skólavörðuholtinu þar sem fegurðin og vináttan bjó hvert aðfangadagskvöld kl 6. Og þar stóð hann, fíngerði maðurinn með risastóra hjartað. Blik í auga, bros á vör og faðminn útbreiddan á móti okkur söngfuglunum úr menntaskólanum. Það var alltaf hlustað þegar Karl talaði og það var gott að tala við Karl. Hvíldu í friði góði maður og innilegar samúðarkveðjur sendi ég til allra aðstandenda og vina.“ Dag í senn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi minnist Karls. „Karl hefur verið okkur hjónunum nálægur í dagsins önn í gegnum bók hans Dag í senn, eitt andartak í einu (útg. 2007) sem hefur að geyma hugleiðingar á vegi trúarlífsins fyrir hvern dag ársins. Í formála segir Karl m.a.: „Öll mín hugsun er borin uppi af undrun yfir fegurð lífsins og elsku Guðs sem umvefur lífið allt, allar gátur, alla gleði, alla sorg. Mér er framar öllu umhugað um að deila því með þér í hugleiðingum þessum.“ Séra Karl ræddi tímamótin að lokinni síðustu páskaræðu sinni sem biskup. Eins og margir fleiri átti ég því láni að fagna að eiga vin í hr. Karli sem sendi mér hvatningar- og blessunarorð, bæði í andstreymi og meðbyr. Allt var það í anda þess sem hann skrifar í fyrrnefndri bók: „Að blessa og gleðja himin og jörð, land og fólk og lífið allt. Það er lífsverkefnið. Tilgangur lífsins.“ (112) Skírði börn gagnrýnanda síns Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður segist vissulega ekki hafa verið sáttur við öll störf Karls sem biskups. Hann hafi meira að segja skrifað heila grein á móti honum. „En prívat og persónulega líkaði mér vel við hann, það sem við þekktumst. Það voru ýmisleg tengsl milli föðurfjölskyldu minnar og hans, og mamma þekkti hann ágætlega og var hlýtt til hans. Og ég fékk hann til að skíra bæði börnin mín og það gerði hann fallega og vel. Ég votta ástvinum hans einlæga samúð.“ Séra Karl ræddi stöðuna í þjóðfélaginu eftir hrunið í Íslandi í dag í nóvember 2008. Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður á Morgunblaðinu átti reglulega í samskiptum við Karl í starfi sínu. „Alltaf fór vel á með okkur; samtölin innspírandi og tæpt á mörgu. Hann sagði mér að fólk leitaði til sín í ögnum sínum vegna margs og leitaði liðsinnis. Hann sagðist gera sitt besta, en væri ráðalaus þegar kæmi að úrlausn mála á öðum tilverustigum. Karl sá ýmislegt kátlegt í tilverunni.“ Dimmdi snögglega við tíðindin Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Neskirkju saknar vinar síns. „Mér fannst dimma snöggt þegar ég frétti andlát Karls biskups, vinar og fyrirmyndar og samstarfsmanns í mörg ár. Hann var einstaklega vandaður maður, frjór og flinkur og alveg frámunalega iðinn og afkastamikill. Ég votta Kristínu og fjölskyldunni allri innilega samúð.“ Glúmur Baldvinsson segir að amma hans hafi sagt Sigurbjörn Einarsson, föður Karls, mestan íslenskra biskupa á sínum tíma. „Sem faðir minn sagði næst gáfaðasta mann Íslands á eftir sjálfum sér,“ segir Glúmur og vísar til Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra. Glúmur segir séra Karl hafa gert sig kjaftstopp í fyrsta skipti. „Ég hafði lítil kynni af Karli. Hitti hann einu sinni sem fréttamaður RÚV árið 1998 á kirkjuþingi þar sem hart var tekist á um það hvort Guð væri karl eða kona. Í framhaldi af því spurði ég biskupinn af Íslandi í beinni útsendingu hvort hann teldi mögulegt að við töluðum í framtíðinni um Guð sem hana. Karl þagnaði um stund og dróg andann djúpt og horfði svo beint í augu mér og sagði kíminn: Glúmur ég tel afar ósennilegt að við munum nokkru sinni tala um Guð sem hana ( einsog í Hani). Þarna varð ég kjaftstopp í fyrsta sinn. Blessuð sé minning Karls biskups.“ Minnist föður síns Guðjón Davíð Karlsson, leikarinn góðkunni og sonur Karls, segir mestu fyrirmynd sína í lífinu fallna frá. Traustan og hlýjan mann. Hann deilir fallegu ljóði eftir afa sinn Sigurbjörn Einarsson á þessum tímamótum. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag minn draum og nótt. Sjálfur var Karl virkur á Facebook þar sem hann deildi fallegum versum og boðskap. Hann deildi þessu gamla ljóði á Facebook síðastliðinn föstudag. Hvar sem leið þín er lögðá landi eða sandi,geymi þig frá grandiGuð faðir, Guðs sonur,Guðs heilagi andi. Andlát Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri. 12. febrúar 2024 16:40 Biskupi sárnar galgopaleg kynning messu á Rás 1 Dagskrárstjóri Rásar 1 segir að ekki hafi verið meiningin að særa neinn. 16. nóvember 2020 18:08 Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Séra Karl Sigurbjörnsson segist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 sem hafi dreift sér í beinin. 26. september 2020 19:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ljóst er að Karl snerti hjörtu margra á lífsleiðinni. Hann vígðist til prests í Vestmannaeyjum í febrúar 1973, tíu dögum eftir að gaus á Heimaey. Hallgrímskirkja var þó hinn eiginlegi heimavöllur hans þar sem hann þjónaði í 23 ár frá árinu 1975. 1997 var hann kjörinn biskup Íslands og gegndi embættinu í fjórtán ár. Að þeim tíma loknum naut Dómkirkjan í Reykjavík þjónustu hans um tíma. Hvers vegna ekki? Karl greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 en hann hafði áður fylgst með fjórum bræðrum af sex heyja baráttu við krabbamein. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann greininguna hafa verið heilmikið áfall. Hann sagði um leið mikilvægt að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir hann. „Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Bræður hans hefðu tekist á við krabbamein af miklu æðruleysi. Hann ræddi veikindi í viðtali við Fréttablaðið 2018. „Krabbamein er svo ótrúlega algengt. Mér finnst nánast annar hver maður í mínum kunningjahópi hafa gengið eða vera að ganga í gegnum eitthvað svipað og ég. Þá spyr maður sig: Hvers vegna ekki ég? Hún er áleitin sagan sem Karen Blixen sagði. Hún lá lengi á spítala af því að maðurinn hennar, sem hélt framhjá henni, hafði smitað hana af kynsjúkdómi. Hún var sárþjáð og bálreið og spurði sig: Af hverju ég? Hvers vegna? Svo sá hún dagblað þar sem var slegið upp á forsíðu að franskt rannsóknarskip hefði farist við Ísland, og það hét Pourquoi pas? Hvers vegna ekki? Þá laust niður í huga hennar: Hvers vegna ekki? Þá var eins og réttist úr henni og henni fannst hún geta tekist á við mótlætið af reisn.“ Ógleymanleg athöfn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra er meðal þeirra sem minnist góðs manns sem sé genginn. „Hann hafði einstaklega hlýja og ljúfa nærveru og þegar við Hjölli höfðum okkur loksins í að leita til kirkjunnar um skírn sonanna og giftingu okkar þá var séra Karl hið augljósa val. Hann nálgaðist athafnirnar af virðingu og alvöru en það var alltaf brosglampi í augunum og stutt í húmorinn. Skírnarathöfnin í kór Hallgrímskirkju 2. ágúst 1991 var einstök og ógleymanleg,“ segir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Hún deilir mynd frá téðri athöfn og giftingu þeirra Hjörleifs Sveinbjörnssonar sem Karl stjórnaði. Hámark paranojunnar Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur rifjar upp gott dæmi um húmor séra Karls. „Það var einu sinni sem oftar í biskupstíð Karls Sigurbjörnssonar að hann sat kaffisamsæti Dómkórsins á kirkjuloftinu milli messa á páskadagsmorgni. (Ég vona að sú hefð sé enn í heiðri höfð að sveigja langborð á kirkjuloftinu með dýrðlegum veitingum eftir biskupsmessuna klukkan átta.) Hluti hefðarinnar var að biskup þakkaði fyrir sig og sína með stuttri tækifærisræðu, oft á eilítið öðrum nótum en predikunin stuttu fyrr,“ segir Eiríkur. Séra Karl með erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands.Þjóðkirkjan/Árni Svanur Daníelsson „Eitthvert árið sagði herra Kalli okkur sögu af því þegar hann sótti heim danskan starfsbróður sinn. Danska kirkjan átti um þær mundir annríkt við að afhelga sveitakirkjur sem hættar voru að þjóna tilgangi sínum sökum breytts byggðamynsturs og dræmrar kirkjusóknar. -Veistu hvað er hámark paranojunnar? hafði sá danski spurt sinn íslenska kollega. -Jú, það er ef þú mætir í kirkju, situr á fremsta bekk og finnst einhver sitja fyrir aftan þig. Hér er góður maður genginn - oft svo yndislega glettinn.“ Fíngerði maðurinn með risastóra hjartað Hallveig Rúnarsdóttir söngkona er meðal tónlistarfólks sem minnist séra Karls. Aðfangadagskvöld í Hallgrímskirkju eru henni ofarlega í huga. Séra Karl þjónaði við marga messuna á löngum ferli sem embættismaður Þjóðkirkjunnar.Þjóðkirkjan/Árni Svanur Daníelsson „Aðfangadagskvöld, hafsjór af hvítu líni, lykt af nýstraujaðri bómull, hárspreyi og tilhlökkun. Gengið guðshús í, fallegu dómkirkjuna okkar á Skólavörðuholtinu þar sem fegurðin og vináttan bjó hvert aðfangadagskvöld kl 6. Og þar stóð hann, fíngerði maðurinn með risastóra hjartað. Blik í auga, bros á vör og faðminn útbreiddan á móti okkur söngfuglunum úr menntaskólanum. Það var alltaf hlustað þegar Karl talaði og það var gott að tala við Karl. Hvíldu í friði góði maður og innilegar samúðarkveðjur sendi ég til allra aðstandenda og vina.“ Dag í senn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi minnist Karls. „Karl hefur verið okkur hjónunum nálægur í dagsins önn í gegnum bók hans Dag í senn, eitt andartak í einu (útg. 2007) sem hefur að geyma hugleiðingar á vegi trúarlífsins fyrir hvern dag ársins. Í formála segir Karl m.a.: „Öll mín hugsun er borin uppi af undrun yfir fegurð lífsins og elsku Guðs sem umvefur lífið allt, allar gátur, alla gleði, alla sorg. Mér er framar öllu umhugað um að deila því með þér í hugleiðingum þessum.“ Séra Karl ræddi tímamótin að lokinni síðustu páskaræðu sinni sem biskup. Eins og margir fleiri átti ég því láni að fagna að eiga vin í hr. Karli sem sendi mér hvatningar- og blessunarorð, bæði í andstreymi og meðbyr. Allt var það í anda þess sem hann skrifar í fyrrnefndri bók: „Að blessa og gleðja himin og jörð, land og fólk og lífið allt. Það er lífsverkefnið. Tilgangur lífsins.“ (112) Skírði börn gagnrýnanda síns Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður segist vissulega ekki hafa verið sáttur við öll störf Karls sem biskups. Hann hafi meira að segja skrifað heila grein á móti honum. „En prívat og persónulega líkaði mér vel við hann, það sem við þekktumst. Það voru ýmisleg tengsl milli föðurfjölskyldu minnar og hans, og mamma þekkti hann ágætlega og var hlýtt til hans. Og ég fékk hann til að skíra bæði börnin mín og það gerði hann fallega og vel. Ég votta ástvinum hans einlæga samúð.“ Séra Karl ræddi stöðuna í þjóðfélaginu eftir hrunið í Íslandi í dag í nóvember 2008. Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður á Morgunblaðinu átti reglulega í samskiptum við Karl í starfi sínu. „Alltaf fór vel á með okkur; samtölin innspírandi og tæpt á mörgu. Hann sagði mér að fólk leitaði til sín í ögnum sínum vegna margs og leitaði liðsinnis. Hann sagðist gera sitt besta, en væri ráðalaus þegar kæmi að úrlausn mála á öðum tilverustigum. Karl sá ýmislegt kátlegt í tilverunni.“ Dimmdi snögglega við tíðindin Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Neskirkju saknar vinar síns. „Mér fannst dimma snöggt þegar ég frétti andlát Karls biskups, vinar og fyrirmyndar og samstarfsmanns í mörg ár. Hann var einstaklega vandaður maður, frjór og flinkur og alveg frámunalega iðinn og afkastamikill. Ég votta Kristínu og fjölskyldunni allri innilega samúð.“ Glúmur Baldvinsson segir að amma hans hafi sagt Sigurbjörn Einarsson, föður Karls, mestan íslenskra biskupa á sínum tíma. „Sem faðir minn sagði næst gáfaðasta mann Íslands á eftir sjálfum sér,“ segir Glúmur og vísar til Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra. Glúmur segir séra Karl hafa gert sig kjaftstopp í fyrsta skipti. „Ég hafði lítil kynni af Karli. Hitti hann einu sinni sem fréttamaður RÚV árið 1998 á kirkjuþingi þar sem hart var tekist á um það hvort Guð væri karl eða kona. Í framhaldi af því spurði ég biskupinn af Íslandi í beinni útsendingu hvort hann teldi mögulegt að við töluðum í framtíðinni um Guð sem hana. Karl þagnaði um stund og dróg andann djúpt og horfði svo beint í augu mér og sagði kíminn: Glúmur ég tel afar ósennilegt að við munum nokkru sinni tala um Guð sem hana ( einsog í Hani). Þarna varð ég kjaftstopp í fyrsta sinn. Blessuð sé minning Karls biskups.“ Minnist föður síns Guðjón Davíð Karlsson, leikarinn góðkunni og sonur Karls, segir mestu fyrirmynd sína í lífinu fallna frá. Traustan og hlýjan mann. Hann deilir fallegu ljóði eftir afa sinn Sigurbjörn Einarsson á þessum tímamótum. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag minn draum og nótt. Sjálfur var Karl virkur á Facebook þar sem hann deildi fallegum versum og boðskap. Hann deildi þessu gamla ljóði á Facebook síðastliðinn föstudag. Hvar sem leið þín er lögðá landi eða sandi,geymi þig frá grandiGuð faðir, Guðs sonur,Guðs heilagi andi.
Andlát Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri. 12. febrúar 2024 16:40 Biskupi sárnar galgopaleg kynning messu á Rás 1 Dagskrárstjóri Rásar 1 segir að ekki hafi verið meiningin að særa neinn. 16. nóvember 2020 18:08 Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Séra Karl Sigurbjörnsson segist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 sem hafi dreift sér í beinin. 26. september 2020 19:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri. 12. febrúar 2024 16:40
Biskupi sárnar galgopaleg kynning messu á Rás 1 Dagskrárstjóri Rásar 1 segir að ekki hafi verið meiningin að særa neinn. 16. nóvember 2020 18:08
Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Séra Karl Sigurbjörnsson segist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 sem hafi dreift sér í beinin. 26. september 2020 19:38