Leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 10:54 Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ á síðasta ári. Vísir/Egill Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar er hún um sex prósentum hærri en á Selfossi. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41