Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2024 19:06 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“ Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“
Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira