Kundananji orðin dýrasta fótboltakona sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 23:32 Racheal Kundananji er orðin dýrasta fótboltakona sögunnar. Diego Souto/Getty Images Racheal Kundananji er orðin dýrasta fótboltakona sögunnar eftir að hún gekk til liðs við bandaríska liðið Bay FC frá Madrid CFF á Spáni. Bay FC, sem er nýtt lið í bandarísku NWSL deildinni og mun leika sitt fyrsta tímabil í sumar, kaupir Kundananji frá Madrid CFF fyrir 685 þúsund pund, sem samsvarar rétt tæplega 120 milljónum króna. Kundananji hefur skorað 33 mörk í 43 leikjum fyrir Madrídarliðið, en hún skrifar undir fjögurra ára samning við Bay FC. Hún er fyrsti afríski leikmaðurinn, hvort sem um ræðir karla eða kvenna, til að verða dýrasti leikmaður heims. Framherjinn er ekki bara dýrasta fótboltakona sögunnar, heldur sú langdýrasta. Enska landsliðskonan Keira Walsh var áður dýrasta fótboltakona heims eftir að hún var keypt til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þýsund pund. Walsh gæti þó fljótlega verið orðin þriðja dýrasta fótboltakona heims eftir að Chelsea keypti Mayra Ramirez frá Levante fyrir 384 þúsund pund, en sú upphæð gæti hækkað upp í 426 þúsund pund með árangurstengdum bónusgreiðslum. Hin sambíska Kundananji hefur, eins og áður segir, átt góðu gengi að fagna með Madrid CFF undanfarið, en þessi 23 ára framherji hefur einnig skorað tíu mörk í aðeins 18 landsleikjum á ferlinum. Bandaríski fótboltinn Fótbolti Sambía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Bay FC, sem er nýtt lið í bandarísku NWSL deildinni og mun leika sitt fyrsta tímabil í sumar, kaupir Kundananji frá Madrid CFF fyrir 685 þúsund pund, sem samsvarar rétt tæplega 120 milljónum króna. Kundananji hefur skorað 33 mörk í 43 leikjum fyrir Madrídarliðið, en hún skrifar undir fjögurra ára samning við Bay FC. Hún er fyrsti afríski leikmaðurinn, hvort sem um ræðir karla eða kvenna, til að verða dýrasti leikmaður heims. Framherjinn er ekki bara dýrasta fótboltakona sögunnar, heldur sú langdýrasta. Enska landsliðskonan Keira Walsh var áður dýrasta fótboltakona heims eftir að hún var keypt til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þýsund pund. Walsh gæti þó fljótlega verið orðin þriðja dýrasta fótboltakona heims eftir að Chelsea keypti Mayra Ramirez frá Levante fyrir 384 þúsund pund, en sú upphæð gæti hækkað upp í 426 þúsund pund með árangurstengdum bónusgreiðslum. Hin sambíska Kundananji hefur, eins og áður segir, átt góðu gengi að fagna með Madrid CFF undanfarið, en þessi 23 ára framherji hefur einnig skorað tíu mörk í aðeins 18 landsleikjum á ferlinum.
Bandaríski fótboltinn Fótbolti Sambía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira