Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:36 Aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimunina. Getty Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009. Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009.
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira