Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er á leiðinni að torfunni. Vísir/Vilhelm Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34