Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2024 11:46 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fékk umboð trúnaðarráðs í gær til að boða til aðgerða. Stöð 2/Arnar Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30