Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:47 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“ Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“
Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira