Ísey Skyr Bar og Nesti opna í Krónunni Granda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:42 Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjónustusviðs N1. Tveir veitingastaðir, Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt, hafa verið opnaðir innan Krónunnar á Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja. Verslun Matvöruverslun Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira
Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja.
Verslun Matvöruverslun Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Sjá meira